Þann 15. október n.k. fer fram Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum. Með tilkomu Bakgarðshlaupa Náttúruhlaupa hefur Ísland unnið sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramótinu og veitt hlaupurum hér á landi tækifæri á að komast í íslenska landsliðið.
Í heild eru 38 lönd sem keppa og hvert land hleypur í sínu eigin landi og hefja keppni á nákvæmlega sama tíma. Keppnin byrjar kl. 12:00 á hádegi á íslenskum tíma.
Markmið liðsins er að ná sem flestum samanlögðum fjölda hringja á meðan keppnin er enn í gangi. Númer hvers keppanda fer eftir árangri og munu þau einnig keppast um að sigra sinn númeraflokk. Þegar aðeins einn keppandi í íslenska liðinu er eftir og hefur lokið einum hring einn (sigurvegarinn) þá lýkur keppninni á Íslandi. Sigurvegari íslensku keppninnar vinnur sér inn þátttökurétt á Heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum 2023.